Þá eru upplýsingar um bekkjartengla í Vallaskóla 2018-2019 komnar á heimasíðu Vallaskóla.

Við þökkum þeim foreldrum sem hafa boðið sig fram kærlega fyrir sitt framlag.

Til að fullkomna listann vantar nokkra tengla í sjöunda, áttunda, níunda og tíunda. bekk. Okkur þætti okkur vænt um ef foreldrar í þessum árgöngum myndu bjóða sig fram. 

Tenglastarf er skemmtilegt, líflegt og einfalt starf en ekki síður mjög mikilvægt fyrir börnin okkar og þeirra félagslíf. 

Ef þið hafið áhuga á að koma að starfi barnanna ykkar þá hafið samband við umsjónakennara eða Ingu Dóru, foreldratengil Vallaskóla (ingad@vallaskoli.is) .

Foreldratenglar