Vorönn hafin

Það fylgir annaskilunum og foreldradegi í febrúar að kíkja á Handverkssýningu Vallaskóla og fá sér köku og kakó. Á handverkssýningunni má sjá afrakstur nemenda í verk- og listgreinum, og jafnvel fleiru eins og uppstillingu tískunnar í aldanna rás eins og sjá má á myndinni með gínunum. Það er afrakstur einnar vinnustöðvar á nýafstöðnum þemadögum. Eins má sjá skólaverkið Umburðarlyndi sem varð til í október eftir vinnu með dyggð mánaðarins. Allir bekkir skólans (26 talsins) eiga sinn borða og sitt slagorð í verkinu og á hverjum borða er að finna fingrarfar hvers nemanda. Gott dæmi um slagorð sem tengist dyggðinni umburðarlyndi kemur frá 10. HS, en það hljóðar svo: Ekki leggja í einelti! Leggðu í vináttu!

Það voru list- og verkgreinakennarar skólans sem áttu veg og vanda að Handverkssýningu Vallaskóla. Fjáröflunarnefnd foreldra nemenda í 10. bekk hélt utan um veitingasöluna með myndarbrag.

Og svo heldur lífið áfram sinn vanagang í skólanum.

004m 010m 011m 014m 016m 020m 024m 026m 028m fs