Kæru fjölskyldur! Senn líður að lokum skólaársins og við tekur sumarleyfi nemenda. Síðustu daga hefur verið mikið fjör í skólanum og margt um að vera og hvetjum við foreldra og aðra gesti til að koma í heimsókn til okkar fimmtudaginn 1. júní.

Mynd: Frímynd af www.pixabay.com (Oldiefan).

Nemendur á efsta stigi bjóða í heimsókn frá 10:00-12:00 til að skoða Valló ehf. og jafnframt er foreldrum boðið að taka þátt í vorhátíðinni okkar hjá 1. – 6. bekk. Sjá hér að neðan.

Vorhátíð Vallaskóla

Fimmtudagur 1. júní

Nemendur í 1. – 6. bekk mæta kl. 8:10 í skólann og byrja daginn með umsjónarkennurum sínum. Um klukkan 9:50 hefst vorhátíð Vallaskóla sem
haldin verður á lóð skólans. Nemendur á yngsta stigi fara á 11 mismunandi stöðvar en nemendur á miðstigi fara á 6 mismunandi stöðvar. Að lokinni hátíðinni eða um kl. 11:40 verður öllum boðið til grillveislu við aðalinnganginn í Vallaskóla, þar sem boðið verður upp á pylsur, meðlæti og drykki. Eftir grillið, uppúr 12:00, ætla BMX-brós að sýna listir sínar fyrir utan skólann og spjalla við nemendur.

Foreldrar eru velkomnir á vorhátíðina og í grillveisluna.

Mynd: Af heimasíðu BMX-BRÓS www.albumm.is/bmx-bros/.

Skólaslit og einkunnaafhending

Föstudagur 2. júní

Nemendur 1. – 4. bekkja mæta í íþróttasal kl:10:00 en nemendur í 5.-9. bekk mæta á skólaslit kl:11:00. Nemendur í 5.-9. bekk eiga að hitta umsjónarkennara í heimastofu og ganga saman í íþróttasalinn.

Foreldrar eru velkomnir.

Takk fyrir veturinn og eigið ánægjulegt sumar.

Starfsfólk Vallaskóla