Eftirfarandi bréf var sent til foreldra í Mentor 26.5.2020. Von er á pólskri þýðingu þessa bréfs.

 

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla.
Senn líður að lokum skólaársins 2019-2020.


Eins og flestir vita þá hefur neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 verið lækkað niður í hættustig. Takmörkun á samkomum hefur verið breytt þannig að nú mega að hámarki 200 manns koma saman í rými í stað 50. Það á þó ekki við um nemendur. Enn er hvatt til að viðhalda 2 m nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.

Ofangreindar forsendur liggja til grundvallar þegar horft er til loka skólastarfsins og gilda þær til 21. júní 2020 samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra.

Vordagar eru framundan
Frá og með 26. maí til og með 3. júní er tímabil vorferða eða uppbrots á skólastarfinu. Nánari upplýsingar um það koma m.a. fram í vikupóstum umsjónarkennara.

Fimmtudaginn 4. júní verður hefðbundinn vordagur með vorhátíð. Farið verður í leiki, pylsur grillaðar og snæddar. Skóla lýkur upp úr hádegi þennan dag. Vegna samkomutakmarkana getum við því miður ekki boðið foreldrum að taka þátt að þessu sinni.

Föstudaginn 5. júní verður skólanum slitið með eftirfarandi hætti:

.    Kl. 10.00 1.-4. bekkur – Dagskrá í íþróttasalnum. Nemendur mæta beint inn í sal (nemendur setjast í merktar sætaraðir). Ávarp skólastjóra og tónlistaratriði.
Nemendur fylgja svo umsjónarkennurum og stuðningsfulltrúum sínum í heimastofur til að fá vitnisburðarblöð afhent. Vegna samkomutakmarkana er ekki gert ráð fyrir mætingu foreldra að þessu sinni.

.    Kl: 11.00 5.-9. bekkur – Dagskrá í íþróttasalnum. Nemendur mæta fyrst beint inn í sal (nemendur setjast í merktar sætaraðir). Ávarp skólastjóra og tónlistaratriði. Nemendur fylgja svo umsjónarkennurum og stuðningsfulltrúum sínum í heimastofur til að fá vitnisburðarblöð afhent. Vegna samkomutakmarkana er ekki gert ráð fyrir mætingu foreldra að þessu sinni.

.    Útskrift í 10. bekk
o 12.00 generalprufa með nemendum í íþróttasal. Tekur c.a. 1 klukkustund.
o 18.00 útskrift í íþróttasal með dagskrá og kaffi í boði skólans. Vegna
samkomutakmarkana verður hverjum útskriftarnemanda boðið að taka tvo aðstandendur með sér á athöfnina. Aðstaða fyrir 2 m nálægðarmörk verður tryggð fyrir gesti sem þess óska.
o    Foreldrar/forráðamenn þurfa ekki að koma með kaffiveitingar í þetta sinn eins og hefðin segir til um. Sérstakt boðsbréf verður sent til foreldra/forráðamanna útskriftarnemenda.

Skrifstofa skólans lokar frá og með 20. júní fyrir sumarleyfi og opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

Að lokum viljum við koma á framfæri kærum þökkum fyrir samstarfið á þessum óvenjulegu tímum. Vonum við að þið eigið ánægjulegt og gleðiríkt sumar og sýnið aðgát í hverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Sjáumst við skólasetningu 24. ágúst.

Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla.