Fyrir skömmu fóru nemendur sem eru í 9. bekk í heimlisfræði-vali í heimsókn í Guðnabakarí með kennara sínum Guðbjörgu Sveinbjörnsdóttur.

Við fengum góðar móttökur af starfsfólki og sýndi bakarinn okkur vinnustaðinn og útskýrði hvernig venjulegur vinnudagur gengur fyrir sig. Fróðleg og skemmtileg heimsókn sem endaði með glaðningi fyrir alla með sér í nestistímann.