Vinaheimsókn 6. bekkjar

Eins og allir vita þá bauð 6. bekkur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri bekkjarfélögum sínum í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla í heimsókn í félagsheimilið Stað.
Heimsóknin var skipulögð af bekkjartenglum og sáu þeir alfarið um framkvæmd hennar. Krökkunum var ekið frá Selfossi í rútu til Eyrarbakka og þar tóku krakkarnir í 6. bekk í BES á móti þeim.

Markmiðið með heimsókninni var að efla tengsl barnanna í Árborg og tókst það með ágætum. Farið var í ýmsa hópeflandi leiki og í lokin stilltu sér allir upp í hópmyndatöku (sjá einnig í myndaalbúmi).

Við þökkum nemendum í 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og foreldrum þeirra fyrir heimboðið og svo stefnum við auðvitað á að bjóða í heimsókn á Selfossi að ári.

Foreldratenglum er þakkað fyrir góðan dag en svona foreldrasamstarf er til mikillar fyrirmyndar.