Útgáfufyrirtækið Iðnú var með lestrarátak í haust og nemendur í Vallaskóla tóku þátt. Sex strákar fengu viðurkenningarskjöl fyrir að lesa fyrstu syrpu af Óvættaför. Fjórir drengir úr 3. HBJ og tveir úr 5. MK.

Að auki voru ein verðlaun í boði og nafn Viktors Loga Sigurðssonar 3. HBJ kom upp úr pottinum. Við óskum drengjunum og fjölskyldum þeirra til hamingju með góðan lestrarárangur.

Mynd: Vallaskóli 2016. Hluti hópsins sem fékk viðurkenningu.

Mynd: Vallaskóli 2016 (LÓK). Viktor Logi Sigurðsson.