Bréf í lok dagsins 24.3.2020, sent í Mentor kl. 15:12. Viðbótarupplýsingar (pólsk þýðing neðar í þessari frétt).

Vallaskóla 24.3.2020

Komiði sæl enn og aftur.

Eins og flestir vita þá var staðfest í morgun að starfsmaður skólans væri COVID-19 smitaður. Skýrt skal tekið fram að starfsmaðurinn hefur einungis sinnt störfum í hólfi 4. Í því hólfi eru nemendur og starfsfólk í 8., 9. og 10. bekk. Hólfi 4 var því lokað í morgun og starfsmenn og nemendur þar umsvifalaust sendir heim í sóttkví í 14 daga, sem telur frá 20. mars til og með 3. apríl 2020. Það liggur því beint við að hópsóttkvíin nær fram að páskafríi.

Við viljum hnykkja á því að skólanum er enn sem fyrr skipt upp í 4 hólf til að koma í veg fyrir krosssmit:

Hólf 1 er Valhöll og Bifröst með nemendur í 1. og 2. bekk.

Hólf 2 er vesturgangur á Sólvöllum með nemendur í 3., 4. og 5. bekk.

Hólf 3 er miðgangur og aðalanddyri á Sólvöllum með nemendur í 6. og 7. bekk.

Hólf 4 er austurrými með nemendur í 8.-10. bekk (nú lokað vegna sóttkvíar).

Nokkrar spurningar hafa kviknað í fyrirspurnum til skólans frá því í morgun og viljum við deila svörum við þeim með öllum sem eru kannski að velta því sama fyrir sér:

  • Hvaða nemendur tilheyra unglingadeild?

Svar: Það eru allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk.

  • Þurfa foreldrar að skrá börn sín í heilsuveru.is sem komin eru í hópsóttkví á borð við þá sem átti sér stað í morgun í unglingadeild?

Svar: Nei. Skólastjórar sendu smitrakningarteymi almannavarna í morgun lista með nöfnum nemenda og forráðamönnum þeirra, ásamt símanúmerum og netföngum.

  • Hvaða börn mega vera í skólanum eftir að hópsóttkví var fyrirskipuð í unglingadeild í morgun?

Svar: Allir nemendur í 1.-7. bekk sem eru við góða heilsu og ekki smitaðir eða í sóttkví. Skólanum er skipt upp í hólf eins og fram hefur komið og innan hólfa eru nemendur í föstum hópum sem ekki eru í samgangi við aðra hópa. Skólastarfinu er hagað samkvæmt tilmælum og ráðleggingum sóttvarnalæknis.

  • Hvað er að vera í sóttkví?

Svar: Við vísum í bréf okkar sem við sendum út í morgun. Eins má lesa um þetta á vefsíðunni www.covid.is undir flísinni ,,Sóttkví, hvernig virkar hún?“

Kennarar unglingadeildar hafa verið að undirbúa fjarnám síðustu daga með aðstoð forritsins Google Meet. Hópsóttkvíin setur þó aðeins strik í reikninginn þar sem ekki hefur náðst að kynna þetta fyrir öllum nemendum (eitthvað sem átti að klárast í morgun). Engu að síður eru kennarar og deildarstjóri unglingadeildar að skoða málið sín á milli og upplýsingar um framhaldið munu væntanlega berast á morgun.

Starfsmenn Rauða krossins munu hafa samband við alla þá sem fóru í hópsóttkví frá okkur í morgun.

Grunnskólinn er skilgreindur sem hluti af mikilvægu grunnþjónustuneti samfélagsins. Skólastarfi verður því haldið úti eins lengi og hægt er í samræmi við tilmæli almannavarna og sóttvarnalæknis.

Enn og aftur brýnum við alla til þess að gæta hreinlætis og sýna aðgát. Munið að á www.covid.is er að finna mikið af gagnlegum og réttum upplýsingum um COVID-19.

Með kærri kveðju
Starfsfólk Vallaskóla.

Tak jak wiekszosc juz wie, dzisiaj rano zostalo potwierdzone ze pracownik szkoly jest zarazony. Nalezy jasno powiedziec, ze pracownik wykonywal swoja prace tylko w przedziale 4. W tym przedziale sa uczniowie i pracownicy 8, 9 i 10 klas. Przedzial 4 zostal dzisiaj rano zamkniety a pracownicy i uczniowie zostali natychmiast objeci kwarantanna na 14 dni, która trwa od 20.marca do 3.kwietnia 2020 wlacznie. Jest zatem jasne, ze kwarantanna grupowa potrwa do przerwy swiatecznej.

Chcielibysmy podkreslic, ze szkola tak jak poprzednio jest podzielona na 4 przedzialy aby zapobiec zakazeniom krzyzowym:
Przedzial 1 to Valhöll og Bifröst, uczniowie klas 1 i 2.
Przedzial 2 to zachodnie skrzydlo (vesturgangur), uczniowie klas 3, 4 i 5.
Przedzial 3 to wejscie srodkowe i glówne (miðgangur og aðalanddyri), uczniowie klas 6 i 7.
Przedzial 4 to czesc wschodnia (austurrými), uczniowie klas 8-10,( obecnie zamknieta ze wzgledu na kwarantanne)

Niektóre pytania od dzisiejszego poranka pojawily sie w zapytanich do szkoly i chcielibysmy podzielic sie odpowiedziami ze wszystkimi, którzy prawdopodobnie zastanawiaja sie nad tymi samymi kwestiami
.    Którzy uczniowie sa na odzdziale nastolatków?
       Odpowiedz: Wszyscy uczniowie z klas 8, 9, i 10.
.    Czy rodzice musza zapisac swoje dziecko na heilsuver.is  kiedy mowa jest o grupowej kwarantannie, która
        miala miejsce dzisiaj rano na oddziale nastolatków.
        Odpowiedz: Nie. Dyrektorzy wyslali dzisiaj rano zespolowi monitorujacemu z obrony cywilnej liste uczniów
        i ich opiekunów, wraz z numerem telefonu i adres email.
.    Którzy uczniowie moga byc w szkole po zarzadzeniu dzisiaj rano grupowej kwarantanny na oddziale
       nastolatków?

Odpowiedz: Wszyscy uczniowie z klas 1-7 jesli sa zdrowi i  nie sa zarazeni lub nie przebywaja w kwarantannie. Szkola jest podzielona na przedzialy tak jak bylo to przekazane wczesniej i w kazdym oddziale sa scisle okreslone grupy uczniów, które nie komunikuja sie z innymi grupami. Praca szkoly jest dostosowana do zalecen i porad Glównego epidemiologa.
.    Co oznacza byc poddanym kwarantannie?
       Odpowiedz: Odnosimy sie do naszego listu, który wyslalismy dzisiaj rano. Mozna równiez przeczytac o
       tym na stronie https://www.covid.is/polski   pod zakladka „Co to kwarantanna ?“


Nauczyciele ddzialu nastolatków przygotowywali w ostatnich dniach mozliwosc nauczania zdalnego przez aplikacje Google Meet. Kwarantanna grupowa spowodowala, ze nie bylo mozliwosci zaprezentowania wszystkim uczniom tej formy nauczania (cos co  mialo byc dokonczone dzisiaj rano). Niemniej nauczyciele i kierownik oddzialu nastolatków rozpatruja sprawe i informacje o przebiegu zostana najprawdopodobniej przeslane jutro.

Pracownicy Czerwonego Krzyza skontaktuja sie jutro ze wszystkimi, którzy zostali poddani kwarantannie grupowej w naszej szkole.

Szkola podstawowa jest okreslana jako wazna czesc podstawowych uslug w spoleczenstwie. Praca szkoly bedzie utrzymywana tak dlugo jak bedzie to mozliwe i w zgodzie z wytycznymi Departamentu ds. Obrony cywilnej i Glównego epidemiologa.

Ponownie wzywamy wszystkich do zachowania higieny i ostroznosci. Pamietajcie na stronie https://www.covid.is/polski mozna znalezc duzo przydatnych i rzetelnych informacji o  COVID-19.

Með kveðju
Starfsfólk Vallaskóla