Farið verður í vettvangsheimsókn þriðjudaginn 7. nóvember í Tækniskóla Íslands – skóla atvinnulífsins. Ferðin er liður í náms- og starfsfræðslu fyrir 9. og 10. bekk.

Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins og samanstendur af 12 undirskólum. Hver undirskóli hefur faglegt sjálfstæði. Skólinn byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins á marga vegu.

Markmið ferðarinnar er ekki beinlínis að skoða þennan tiltekna skóla sem rekinn er á nokkrum starfsstöðvum í borginni heldur mun fremur að skoða það fjölbreytta nám sem stendur nemendum til boða að loknum grunnskóla. Við munum heimsækja tvær stærstu starfsstöðvarnar þ.á.m. Skólavörðuholtinu og á Háteigsveginum.

Nemendur hafa verið hvattir til að kynna sér hið fjölbreytta nám sem er í boði í skólanum inn á; http://www.tskoli.is/

Um hádegi ætlar hópurinn að fara í Keiluhöllina í pizzahlaðborð. Lagt verður af stað í byrjun skóladags 8:10 og áætluð heimkoma er um kl 14:00.