Vertu næs

Þau Anna Lára og Juan Camilo heimsóttu unglingastigið í Vallaskóla nú í vikunni og fræddu nemendur um fjölbreytileika og fordóma. Fyrirlesturinn var í boði Rauða krossins í Árnessýslu.

Eins og segir í bréfi Rauða krossins þá eru landsmenn hvattir ,,til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn. Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru yfir 10% af erlendum uppruna, eða yfir þrjátíu þúsund einstaklingar. Það hefur borið á því að fólki sé mismunað eftir þjóðerni. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt.“

Erindi Önnu og Juans var í senn fræðandi og skemmtilegt og við í Vallaskóla þökkum þeim fyrir komuna, sem og Erlu Guðlaugu Sigurjónsdóttur starfsmanni Árnessýsludeildar Rauða krossins.

Nánar á vertunaes.is .