Mánudaginn 27. maí næstkomandi hefjast þemadagar hjá 7.-10. bekk í Vallaskóla og lýkur þeim miðvikudaginn 5. júní. Verkefnið að þessu sinni heitir Valló ehf.

Í Valló ehf. vinna nemendur saman þvert á árganga í að stofna fyrirtæki. Markmiðið með þátttöku nemenda í 7. bekk er m.a. aðlögun þeirra að unglingastiginu fyrir næsta skólaár. Síðasta skóladaginn, 5. júní, verður sýning í íþróttahúsinu þar sem settir verða upp básar og afurð þemadaganna kynnt foreldrum og öðrum íbúum í Árborg. Vonumst við til þess að sjá ykkur þá.

Með kærri kveðju,

starfsfólk Vallaskóla.