Vallaskóli í Lundúnum

Fimm starfsmenn Vallaskóla fóru á dögunum til Lundúna og heimsóttu nokkra skóla og kynntu sér starfið þar.

Skólarnir eru allir framarlega í þróun og vinnu með upplýsingatækni og eru komnir langt í innleiðingu á kennslu með Ipad-spjaldtölvum. Snjallteymi Vallaskóla hefur undanfarin ár unnið markvisst að innleiðingunni og hafa farið í skólaheimsóknir víðsvegar og ráðstefnur bæði á Íslandi og utan landssteinanna. 

Í janúar sl. fóru sem áður segir fimm kennarar af elsta stigi, þeir Birgir Aðalbjarnarson, Gísli Felix Bjarnason, Guðmundur Sigmarsson, Leifur Viðarsson og Már Ingólfur Másson. Eftirtaldir þrír skólar voru skoðaðir: Latymer Upper School, Blenheim og Tormead Girls School. Þá fóru þeir líka á British Museum, ráðstefnu á vegum Apple og á BETT-sýninguna. 

Að lokinni ferðinni hefur mikið verið unnið í stefnumörkun fyrir Vallaskóla hvað varðar áframhaldandi þróun upplýsingatækni í kennslu og vonandi getum við fært frekari fréttir af því innan skamms. ​

Mynd: Vallaskóli 2017 (LV).
Mynd: Vallaskóli 2017 (LV).