Í tilefni af skákdegi Íslands  26. janúar (fæðingadagur Friðriks Ólafssonar, stórmeistara) var haldið skákmót í Fischersetrinu á Selfossi. Um var að ræða Sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi og sendi Vallaskóli þrjár sveitir til leiks, tvær í yngri flokki og eina í eldri flokk, alls 16 nemendur. 

Nemendur Vallaskóla stóðu sig vel og náði önnur yngri sveitin 3ja sæti. 

Skáksamband Íslands sá um skákstjórn mótsins. 

Þess má geta að áhugasamir nemendur skólans (1.-4. bekkur) hafa sótt tíma í skák hjá Björgvini Smára, kennara á þriðjudögum kl. 13-13.40.