Miðvikudaginn 2. maí ætlum við í Vallaskóla að hjóla og hreyfa okkur inni og úti. Hér fyrir neðan má sjá lauslega hvað hver árgangur mun gera þennan dag. Við biðjum foreldra að sjá til þess að nemendur séu útbúnir skv. veðri og aðstæðum. Það fer reyndar eftir hverjum og einum árgangi.

Ath. að um venjulegan kennsludag er að ræða að öllu leyti nema í þeim tímum sem útivist og önnur hreyfing á sér stað.

  • 1. og 2. bekkur koma í íþróttahúsið í 3. og 4. tíma. Nemendur þurfa að vera í íþróttafötum.
  • 3. og 4. bekkur koma í íþróttahúsið í 5. og 6. tíma og eru með hjól með sér (hjólabraut inni). Foreldrar þurfa að passa upp á hjálma og annan öryggisbúnað.
  • Miðstigið, 5., 6. og 7. bekkur, verður á Gesthúsasvæðinu í 4. og 5. tíma þar sem verða settar upp hjólaþrautir fyrir þau. Þau sem mæta ekki á hjólum verða í öðru prógrammi. Ath. að krakkarnir verða að hafa allan öryggisbúnað í lagi og vera klædd skv. veðri. Á staðnum verður ökukennari sem yfirfer reiðhjólin og gefur góð ráð.
  • Efsta stig, 8., 9. og 10. bekkur: Umsjónarkennarar (og aðrir kennarar á efsta stigi) sjá um útistöðvar í 5. og 6. tíma. Ath. að nemendur þurfa að haga klæðnaði skv. veðri.

 Kennt er skv. stundaskrá eftir hádegið, eftir að nemendur hafa tekið þátt í útivistardeginum, þar sem við á.

Með kveðju.

Starfsfólk Vallaskóla.