Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram miðvikudaginn 7. mars.

Hátíðin er bæði mikilvæg og skemmtileg í huga okkar í Vallaskóla – þetta er hátíð 7. bekkinga. Allir nemendur 7. bekkjar eru þátttakendur frá upphafi (á degi íslenskrar tungu 16. nóvember) en þrír fulltrúar úr hverjum bekk, og einn til vara, eru valdir að lokum til að taka þátt í innanhússkeppninni. 

Þeir sem tóku þátt í ár voru – aðalmenn:

Dagur Snær Elísson
Karítas Birna Eyþórsdóttir
Páll Dagur Bergsson
Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir
Sesselja Sólveig Jóhannesdóttir
Þórunn Ösp Jónasdóttir
Jóhanna Kolbrún Guðbrandsdóttir
Stella Björt Jóhannesdóttir
Elas Juknevicius

Varamenn: Harpa Svansdóttir, Sindri Magnús Jónsson og Eva Rún Eiðsdóttir.

Dómarar keppninnar, þær Björg, Þórdís og Sigrún, voru lengi að komast að niðurstöðu enda ekki auðvelt að velja þrjá fulltrúa (og einn til vara) úr þessum magnaða hópi til að taka þátt í aðalkeppninni (á svæði Vallaskóla), sem fram fer nk. þriðjudag 13. mars. Að þessu sinni er sú keppni haldin í Vallaskóla.

Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega. En þrír fulltrúar, og einn til vara, voru engu að síður valdir. Þeir eru:

Þórunn Ösp Jónasdóttir 7. DE.
Stella Björt Jóhannesdóttir 7. GEM
Páll Dagur Bergsson 7. SKG

Til vara: Sesselja Sólveig Jóhannesdóttir 7. DE.

Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar veitti viðurkenningar fyrir góðar framfarir í íslensku. 
Þær viðurkenningar hlutu: 

Gunnar Birgir Guðmundsson
Laufey Tara Einarsdóttir
Björgvin Bjarki Arnarson

Karitas Birna Eyþórsdóttir og Magnús Dagur Gottskálksson (bæði nemendur í 7. bekk Vallaskóla) spiluðu nokkur lög undir stjórn skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, Roberts Darlings.

Sérstakar viðurkenningar voru veittar þeim sem fara fyrir hönd Vallaskóla í aðalkeppnina – bókagjafir frá Minningarsjóði Ásgeirs Jónsteinssonar. Aðrir þátttakendur fengu einnig bók að gjöf sem viðurkenningu og þakkir fyrir þátttökuna.