Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram föstudaginn 22. febrúar sl. Hátíðin er mikilvæg og skemmtileg í huga okkar í Vallaskóla – þetta er hátíð 7. bekkinga. Allir nemendur 7. bekkjar eru þátttakendur frá upphafi (á degi íslenskrar tungu 16. nóvember).

Bekkjardeildum í 7. bekk hefur fækkað frá því sem var. Þær eru nú tvær í stað þriggja. Það þýðir að valdir voru fjórir fulltrúar úr hverjum bekk til að taka þátt í innanhússkeppninni. Þrír af þeim, og einn til vara, eru valdir að lokum til að taka þátt í aðalkeppninni á svæði Vallaskóla, sem fer fram í Sunnulækjarskóla 7. mars nk.

 

 

 

 

Þeir sem tóku þátt í ár voru – aðalmenn:

Karolina Koniecna, Jóhann Bragi Ásgeirsson, Sandra Lilja Björgvinsdóttir, Ari Sverrir Magnússon, Aníta Guðrún Sigurðardóttir, Kristín Bárðardóttir, Sigdís Erla Ragnarsdóttir og Klara Ósk Gunnarsdóttir.

Dómarar keppninnar, þær Björg, Þórdís og Sigríður Margrét, voru lengi að komast að niðurstöðu enda ekki auðvelt að velja þrjá fulltrúa (og einn til vara) úr þessum flotta hópi nemenda til að taka þátt í aðalkeppninni.

 

Keppnin var hátíðleg og allir krakkarnir stóðu sig frábærlega, að ógleymdum áhorfendum sem einnig komu úr 7. bekk að sjálfsögðu. En þrír fulltrúar, og einn til vara, voru engu að síður valdir. Þeir eru:

Karolina Konieczna 7. MIM.

Jóhann Bragi Ásgeirsson 7. MIM.

Sandra Lilja Björgvinsdóttir 7. MIM.

Til vara: Sigdís Erla Ragnarsdóttir 7. MK.

 

Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar veitti viðurkenningar fyrir góðar framfarir í íslensku. Þær viðurkenningar hlutu í ár:

Guðjón Baldur Ómarsson, Elín Inga Steinþórsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Elva Rún Óskarsdóttir.

 

Og við fengum einnig að njóta tónlistarflutnings nemenda á milli atriða undir stjórn skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, Roberts Darlings. Það voru þau Jóhann Bragi Ásgeirsson, Sophia Ornella, Sunneva Þorsteinsdóttir og Karolina Konieczna.

 

Sérstakar viðurkenningar voru veittar þeim sem fara fyrir hönd Vallaskóla í aðalkeppnina – bókagjafir frá Minningarsjóði Ásgeirs Jónsteinssonar. Aðrir þátttakendur fengu einnig bók að gjöf sem viðurkenningu og þakkir fyrir þátttökuna.

 

Sjá má fleiri myndir hér á heimasíðunni í albúmi undir ,,Myndefni“.

077fs

Frá vinstri: Margrét umsjónarkennari, Guðbjartur skólastjóri, Sigdís, Kristín, Aníta, Klara, Ari, Jóhann, Karolina, Sandra Lilja og Már umsjónarkennari.