Í dag er upphengidagurinn í Vallaskóla en þá eiga allar bekkjarreglur að vera sýnilegar á veggjum, bæði innan og utan umsjónarstofu hvers bekkjar. Einnig eru allir (nemendur og starfsmenn) hvattir til að íklæðast einhverju grænu í tilefni dagsins en það er gert til þess að minna á ,,græna kallinn“ í eineltishring Olweusar og baráttuna gegn einelti.