Uppfært skóladagatal má sjá undir flýtileiðir hér á heimasíðu Vallaskóla.

Minniháttar breytingar voru gerðar frá fyrra dagatali en þær eru annars vegar þær að haustþing sem átti að fara fram 4. september fellur niður en dagurinn verður hefðbundinn starfsdagur. Hinsvegar er það dagsetning samræmdra prófa í 9. bekk sem færist um einn dag, þau byrja þá mánudaginn 8. mars í stað þriðjudags.