Nemendur í 2. bekk fengu skemmtilega kynningu frá Tónlistarskóla Árnesinga fyrir ekki alls löngu. Tónlistarkennararnir þau Ingibjörg, Birna og Örlygur kynntu fyrir þeim blásturshljóðfæri.

Allir fengu að spreyta sig eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Krakkarnir í 2. bekk munu fá fleiri hljóðfærakynningar á næstu vikum. Kynntir verða fjórir hljóðfæraflokkar: Tréblásturshljóðfæri, málmblásturshljóðfæri, strokhljóðfæri og blandaður flokkur, þar sem kynnt verða píanó, gítar, rytmískt nám og slagverk.

Halla, Ingunn og Kristín (umsjónarkennarar í 2. bekk).

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)

Mynd: Vallaskóli 2017 (HR)