Miðvikudaginn 21. júní næstkomandi ætlar starfsfólk Vallaskóla að bjóða foreldrum nemenda  á stuttan kynningarfund. Farið verður yfir öll helstu mál er varða innleiðingu á Ipad-spjaldtölvum með kaupleigu. Niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra kynntar og spurningum sem bárust þar verður svarað.

Þar sem foreldrar barna í Vallaskóla er stór hópur hefur verið ákveðið að þrískipta honum og halda sömu kynninguna þrisvar sinnum. Kl. 19:00 bjóðum við foreldra barna úr 8.-10. bekk að koma (börn fædd 2002-2004), kl. 20:00 bjóðum við foreldrum barna úr 5.-7. bekk að koma (börn fædd 2005-2007) og kl. 21:00 bjóðum við foreldrum barna úr 1.-4. bekk að koma (börn fædd 2008-2011). Þar sem tímasetningar gættu hentað misvel fyrir fólk er í raun öllum óhætt að koma á þeim tíma sem þeim hentar best en reyna eftir fremsta megni að koma á auglýstum tíma þannig að húsrúm sé nægilega mikið.

Mæting er í Austurrýminu á Sólvöllum, gengið inn Engjavegsmegin.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta og kynna sér málið betur.

Starfsfólk Vallaskóla.

Mynd: Frímynd af www.pixabay.com (© DavidRockDesign).