Tjúttað í 10. bekk

Í lífsleikni er fengist við margt. Hennar er þörf á nánast öllum sviðum mannlegra samskipta, hegðunar og framkomu.


Ýmislegt hefur verið gert sér til gagns og gamans í lífsleiknitímum að undanförnu en okkur í 10. HLG fannst að við þyrftum e.t.v. að breyta aðeins til. Því fundum við upp á því að æfa samkvæmisdansa.



Í því fólst að læra að vera kurteis hvert við annað, æfa hegðun á mannamótum, að bjóða upp í dans og kunna nokkur auðveld spor.
Þetta tókst alveg ágætlega. Nemendur voru námfúsir og skemmtu sér vel. Eftir nokkra ‘dansleiki’ í kjallara skólans var ákveðið að sýna hvað í okkur býr og bjóða öðrum tíundubekkingum til fagnaðar. Útbúið var forláta boðskort og á sjálfan Valentínusardaginn stigu nemendur 10. HLG dans við 10. DS, undir ljúfum tónum Cole Porter. Ráðgert er að bjóða 10. RS líka og vonum við að þeir þekkist boðið.