Í dag, föstudaginn 20. apríl, mun Þorgrímur Þráinsson halda forvarnafræðslu fyrir nemendur í 10. bekk. Erindi hans heitir ,,Eltu drauminn þinn“.

Pokasjóður styrkir þessa fyrirlestra en sjóðurinn vill láta gott af sér leiða — leitast við að styrkja sjálfsmeðvitund nemenda áður en þeir fara í framhaldsskóla. Hver fyrirlestur tekur 80 mínútur.