,,Það er enginn fæddur fjármálasnillingur”

image002Leiðbeinendur Fjármálavits, þær Fjóla Kristinsdóttir og Hróðný Hanna Hauksdóttir, heimsóttu nemendur í 10. bekk Vallaskóla 10. desember síðastliðinn og fræddu þá um fjármál.

 

Við í grunnskólanum fögnum þessu innleggi í fjármálafræðsluna því eins og fulltrúar Fjármálavits leggja áherslu á – ,,öll þurfum við að fræðast um fjármál og læra að fara vel með peningana okkar.”

 

Efling fjármálafræðslu hefur verið eitt af forgangsverkefnum Samtaka fjármálafyrirtækja á undanförnum árum en Fjármálavit er samstarfsverkefni þeirra og snýr að fræðslu fyrir skóla um grunnþætti fjármála. Kennsluefni Fjármálavits var þróað í samstarfi við kennara og kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum.

Nemendur í 10. bekk Vallaskóla voru mjög ánægðir með verkefni dagsins og þær Fjóla og Hróðný sögðu krakkana hafa staðið sig með mikilli prýði. Nemendur voru kurteisir og vinnusamir, eins og sjá má á myndum sem fylgja hér með.

 

Á Facebooksíðu Fjármálavits má sjá myndbönd og myndir frá heimsóknum í skóla, þ.á.m. í Vallaskóla. Eins má fræðast meira um málið á heimasíðu Fjármálavits http://fjarmalavit.is/ . Bendum sérstaklega á að það getur verið gaman fyrir nemendur að horfa á fleiri myndbönd á Fjarmalavit.is/nemendur , en þar er má taka fjármálapróf ofl. (ÞHG).

2000, 10. bekkur og fjarmalavit (8) 2000, 10. bekkur og fjarmalavit (7) 2000, 10. bekkur og fjarmalavit (6) 2000, 10. bekkur og fjarmalavit (5) 2000, 10. bekkur og fjarmalavit (4) 2000, 10. bekkur og fjarmalavit (3) 2000, 10. bekkur og fjarmalavit (1)