Þá er tveimur hressilegum þemadögum lokið. Að venju var margt skemmtilegt í boði og nemendur voru almennt ánægðir með þessa tvo daga sem uppbrotið varði. Á unglingastigi var fyrirkomulaginu aðeins breytt frá því sem var en að þessu sinni gátu nemendur valið sér þemastöðvar. Að endingu fengu nemendur u.þ.b. fjórar stöðvar af þeim átta sem valdar voru. Svipað hópakerfi er við líði á yngsta stigi og miðstigi.

Þá er spurning hvað boðið verður upp á næsta ári. Á einni þemastöðinni á unglingastigi var unnið með þema næstu ára og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir komu fram. Hver veit nema ein af þeim hugmyndum verði sett á oddinn fyrir næsta ár.

Og myndir segja auðvitað miklu meira en nokkur orð. Þær eru núna til reiðu í albúminu 2012-2013 – sjá undir ,,Myndefni“.