Þann 11. apríl héldu 5. bekkingar árshátíðina sína. Þar sýndu þeir afrakstur vinnu vetrarins í leikrænni tjáningu. Börnin sýndu bæði leikrit eftir aðra og nokkra frumsamda leikþætti. Í lokin sungu þau saman lag á dönsku. Síðan gæddu allir sér á girnilegum kræsingum sem foreldrar lögðu til. Lokaundirbúningur fyrir þessa sýningu var um morguninn og þá buðu nemendur vinum sínum frá leikskólanum Álfheimum. Þessa vini sína hitta þau reglulega í ,,Vinaskógi“ í tengslum við sameiginlegt verkefni skólanna sem kallast Gullin í grenndinni.

Mynd: Vallaskóli 2013

 

 

 

 

 

 

Mynd: Vallaskóli 2013