SumarDiskó í Zelsíuz

Miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi ætla stelpur úr 8. bekk að halda diskótek fyrir 1.-4. bekk annars vegar og 5.-7. bekk hins vegar. Stelpurnar munu sjá um tónlist og aðra skemmtun á diskótekinu.

Diskótekið fyrir 1.-4. bekk hefst kl. 14:00 og er til 16:00 og kostar 300 kr. inn auk þess sem sjoppa verður á staðnum.

Diskótekið fyrir 5.-7. bekk byrjar kl. 17:00 og er til 19:00, kostar 300 kr. inn og það er sjoppa á staðnum.

SumarDiskóið er viðburður sem stelpur úr 8. bekk í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla standa fyrir og er hluti af Stelpuklúbbi á vegum félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz. Ágóði af diskótekinu rennur til lokahófs þeirra núna í lok skólaársins.

Frekari upplýsingar veitir Þórhildur Edda Sigurðardóttir í síma 480-1951.