Suðurlandsmót grunnskóla í skák fór fram á skákdeginum, föstudeginum 25. janúar sl. í Fischersetri á Selfossi. 

 

Mótið var sveitarkeppni grunnakólanna á Suðurlandi og var skákmótið í umsjón Skáksambands Íslands og skákstjóri var Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands. Teflt var í tveimur flokkum, annars vegar 1.-5. bekkur og hins vegar 6.-10. bekkur. Alls voru það 14 lið sem tefldu frá fimm skólum eða sjö lið í hvorum flokki. Sveitirnar komu frá BláskógaskólaFlúðaskóla,  Grunnskólanum í HveragerðiSunnulækjarskóla og Vallaskóla.
Sveitir Vallaskóla stóðu sig vel og voru a-sveitir skólans í þriðja sæti.  Björgvin Smári, kennari hefur verið með skákæfingar á bókasafninu á þriðjudögum fyrir 1.-4. bekk kl. 13-13.40 og á fimmtudögum fyrir 5.-10. bekk kl. 13.40-14.20.

Vallaskóli 2019 (BSG)


Vallaskóli 2019 (BSG)


Vallskóli 2019 (BSG)