Stóra upplestrarkeppnin heldur áfram för sinni og núna er það lokakeppnin á svæði Vallaskóla. Hún fer fram í dag, fimmudaginn 3. apríl, í Þorlákshöfn og hefst kl. 14.00. Skólar sem taka þátt eru: Grunnskóli Þorlákshafnar, Grunnskóli Hveragerðis, Vallaskóli, Sunnulækjarskóli og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Fulltrúar Vallaskóla úr 7. bekk eru: Haukur Páll Hallgrímsson, Þórunn Anna Guðbjartsdóttir, Hekla Rún Harðardóttir og Ólöf María Stefánsdóttir. Við óskum þeim góðs gengis í dag.