Stjórnarfundur 24. september 2008

Fyrsti stjórnarfundur Hugvaka starfsárið 2008-2009, haldinn í Vallaskóla, 24. september 2008, kl. 17.00.



Mættir eru: Svala Sigurgeirsdóttir, Dagbjört Eiríksdóttir, Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir, Jón Özur boðar forföll


1.mál


Rætt um dreifða ábyrgð innan Hugvaka og samþykkja stjórnarmeðlimir það heils hugar.


2.mál


Magný Rós hefur hafið nám og sagt sig úr Hugvaka. Samþykkt að senda póst um Mentor og biðla til foreldra sem vilja gefa sig í gjaldkerastarfið.


3.mál


Rætt um bekkjartengla, Gunnhildur og Dagbjört taka að sér að fylgja því eftir að útbúa tenglalista og póstlista og uppfæra á heimasíðu Vallaskóla. Þær taka einnig að sér að skipuleggja tenglafund og kalla til hans. Ýmsar tilkynningar og hvatning til tengla eru á þeirra höndum í vetur.


4.mál


Skipulag foreldrarölts verður á herðum Svölu í vetur.


5.mál


Hvetjum til bekkjarmyndartöku í öllum bekkjum.


Ekki fleira rætt


Fundi slitið um 17:30


Fundargerð ritar Svala Sigurgeirsdóttir.