Stjórnarfundur 20. október 2008

Stjórnarfundur Hugvaka, haldinn í Vallaskóla, 20. október 2008, kl. 17.00.


Mætt eru: Svala formaður, Jón Özur ritari, Margrét Ósk [nýr meðlimur í stjórn eða varastjórn], Gunnhildur Stella og Dagbjört Eiríksdóttir, fulltrúar kennara.


Rætt í stuttu máli um um menntaþingið sem fram fór í FSu mánudagskvöldið 13. október síðastliðinn og lýst yfir almennri ánægju með það.


Rætt um nýja stjórnarmeðlimi en gjaldkeri stjórnar flutti með stuttum fyrirvara af Árborgarsvæðinu. Formaður auglýsti eftir áhugasömum foreldrum í tölvupósti og voru viðbrögð framar vonum. Margrét Ósk [boðuð á fundinn] er foreldri sem hefur áhuga á að starfa í stjórn Hugvaka.


Rætt um erindi frá Rauða krossinum sem stendur fyrir fræðsluátaki í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi með stuðningi Kiwanishreyfingarinnar ogí samstarfi við sveitarfélögin og skólana í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fræðslan snýst um sálrænanstuðning og viðbrögð við áfalli.Verkefnisstjórier Elín Jónasdóttir, sálfræðingur og mun hún í samstarfi við kennaravera með fræðslu fyrir nemendurVallaskóla 30. október næstkomandi. Til þess að fræðslan nýtist sem best er talið nauðsynlegt að halda samhliða fræðslufyrirlestur fyrir foreldra grunnskólabarnanna. Hentugast þykir að halda fræðslufund fyrir foreldra 28. eða 29. október.


Aðeins rætt um hlutverk og virkni tengla/bekkjarfulltrúa. Niðurstaða umræðunnar er að hlutverk Heimilis og skóla er að hvetja okkur áfram í foreldrastarfi á sama hátt er hlutverk okkar að örva tenglana til dáða í starfi sínu í bekknum.


Að lokum er rætt um hlutverk nýs skólaráðs í nýjum grunnskólalögum [sjá lög um grunnskóla].


Fundi slitið klukkan 17.55,


Jón Özur Snorrason, ritari.