Stjórnarfundur Hugvaka, haldinn í Vallaskóla, 2. október 2008, kl. 17.00.

Mætt eru: Svala formaður, Jón Özur ritari, Gunnhildur Stella og Dagbjört Eiríksdóttir, fulltrúar kennara Vallaskóla.


Formaður segir frá ráðstefnu sem hún sótti í liðinni viku og kallast Kynning á sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarfið 2007-2020.


Rætt um foreldrarölt. Svala formaður sendi fyrirspurn um aðkomu sveitarfélagsins að foreldrarölti og var henni í kjölfarið boðið á fund hjá litlum aðgerðarhópi um forvarnir í Árborg sem Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri stýrir. Niðurstöður aðgerðarfundarins voru eftirfarandi:  • 1. Verkefnisstjóri biður Hugvaka að gegna því hlutverki að kalla saman foreldrafélög í Árborg til skrafs og ráðagerða um foreldrarölt. Nú er 8. bekkur elsta bekkjardeild í Sunnulækjarskóla og er yfirlýstur vilji til að útvíkka svæði röltsins með aukinni þátttöku foreldra. Einnig þarf að athuga forsendur rölts á Stokkseyri og Eyrarbakka.

  • 2. Anný hjá fjölskyldumiðstöð Árborgar kom með þá hugmynd að fjalla um röltið í staðarblöðunum. Hún leggur einnig áherslu á að nauðsynlegt sé að rölta að sumri til.

  • 3. Allir sammála um að aðkoma lögreglu þarf að vera skýrari og felast í því að taka á móti foreldrum á rölti og taka við þeim ábendingum sem röltarar koma með. Einnig er stungið upp á því að röltarar gangi í samskonar vestum með endurskini til þess að hlutverk þeirra sé augljóst.

  • 4. Hugmynd kom fram um að stofna útihóp á vegum fjölskyldumiðstöðvarinnar með líku sniði og Götuvitann í Hafnarfirði.

  • 5. Hugmynd kom fram um að Árborg gefi út kynningar- og hvatningarbækling um röltið og sendi inn á öll heimili sveitarfélagsins.

  • 6. Formaður Hugvaka sem hefur með skipulag röltsins að gera ætlar að taka skipulag þess til endurskoðunar.

Aðeins rætt um samstarf foreldrafélaga á Árborgarsvæðinu. Niðurstaða að samvinnufundum og stofnun regnhlífarsamtakanna er FÁÁ er sú að erfitt er að fá fulltrúa á fundi. Formaður Hugvaka hefur þess vegna gefist upp á því starfi í bili. Góðir hlutir gerast hins vegar hægt og talið þess vegna heillavænlegra við núverandi aðstæður að foreldrafélögin komi saman ef tilefni skapast og hugmyndir kvikna um samstarf í einstökum verkefnum.


Rætt um störf tengla og boðun þeirra á almennan kynningarfund. Gunnhildur og Dagbjört taka málið að sér. Boðað til kynningarfundar næstkomandi fimmtudag, 6. október, listar yfir tenglanna eru að verða tilbúnir, senda tölvupóst og hringja í alla tengla, stjórn skiptir með sér verkum, útbúa möppu sem varpar ljósi á hlutverk tenglanna, ljósrita upp úr efni Heimilis og skóla, Jón Özur sér um það ásamt því að setja efni á glæru efni um hlutverk og markmið tenglastarfs, Svala og Jözur kynna um kvöldið.


Rætt að lokum um nýja stjórnarmeðlimi og þá sem hafa sýnt stjórnarþátttöku áhuga: Bryndís Klara Guðbrandsdóttir, Alma Oddsdóttir og Margrét Ósk Jónasdóttir. Svala formaður er með málið í samstarfi við Guðbjart skólastjóra.


Fundi slitið klukkan 18.14,


Jón Özur Snorrason, ritari.