Þá er lokið spurningakeppninni KVEIKTU, sem orðinn er árlegur viðburður í starfi skólans. Keppnin sem þreytt var milli 9. RS og 10. MA var skemmtileg og spennandi – og í byrjun var ekki að sjá að þau yngri gæfu hinum eldri neitt eftir. 
En svo fóru leikar að 10. MA vann með glæsilegum lokspretti. Sigurliðið skipaði: Alexandra Ásgeirsdóttir, Elsa Margrét Jónasdóttir og Vigdís Björg Valgeirsdóttir. Keppinautar þeirra í þessari lokaviðureign voru Ísak Þór Björgvinsson, Sveinn Ægir og Sesselja Sólveig Birgisbörn. Verðlaun voru veitt: Bæði bókagjafir (frá Vallaskóla) og páskaegg (frá Krónunni), auk þess sem þær stöllur fá nöfn sín rituð á fót Lampans, sem er farandgripur þessarar KVEIKTU – keppni.

Mynd: Vallaskóli 2013

Mynd: Vallaskóli 2013 – Alexandra, Elsa og Vigdís.

 

Mynd: Vallaskóli 2013 - Guðbjartur reiðir fram verðlaunin.

Mynd: Vallaskóli 2013 – Guðbjartur reiðir fram verðlaunin. Lið 9. RS.

 

Mynd: Vallaskóli 2013

Mynd: Vallaskóli 2013. Lið 10. MA.

 

Mynd: Vallaskóli 2013 - Aron í þungum þönkum.

Mynd: Vallaskóli 2013 – Aron í þungum þönkum.

 

Mynd: Vallaskóli 2013 - lið 10. MA.

Mynd: Vallaskóli 2013 – lið 10. MA.

 

039m

Mynd: Vallaskóli 2013. Efri röð: Aron, Hanna Lára og Guðbjörg. Neðri röði: Alexandra, Elsa og Vigdís.