Dagana 30.-31. október og 1. nóvember verða helgaðir starfskynningum í 10. bekk. Nemendur heimsækja fyrirtæki/stofnanir fyrstu tvo dagana en koma svo í skólann föstudaginn 1. nóvember og skila vinnubók og munnlegri skýrslu. ATH! að kennt er skv. stundaskrá 1. nóvember eftir fyrstu tvo tímana.

Hægt er að nálgast starfskynningargögnin hér á síðunni ef einhver hefur týnt blaðsíðum úr möppunni sinni. Vinsamlegast farið þá í ,,Eyðublöð“ til hægri á forsíðu og veljið ,,Fleiri eyðublöð“. Þar undir finnið þið valmöguleikann ,,Starfskynningar“.