Starfsfræðsla

IMG_0846Síðastliðinn þriðjudag 10. febrúar fóru nemendur 10. bekkja Vallaskóla á þjónustuskrifstofu stéttarfélagsins Bárunnar. Þar fengu þau kynningu á þjónustu stéttarfélaganna, fengu gagnlegar upplýsingar um sögu verkalýðsbaráttunnar og  réttindi og skyldur á vinnumarkaði.  Áður en kynningin hófst var boðið upp á pizzur.  Hjalti Tómasson sá um kynninguna og svaraði fjölmörgum spurningum sem tengjast ungu fólki á vinnumarkaði.