Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla.

Framundan eru starfs- og foreldradagur dagana 3.-4. febrúar.
Starfsdagur verður 3. febrúar (þá er frí hjá nemendum) og foreldradagur 4. febrúar en þá mæta forráðamenn með börnum sínum til viðtals í skólanum. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánar bréf frá umsjónarkennurum). Opnað var fyrir skráningar í viðtöl í Mentor mánudaginn 27. janúar en það lokar svo fyrir skráninguna í dag, fimmtudaginn 30. janúar.

Lengd hvers viðtals er áætluð 15 mínútur (nema annað hafi verið ákveðið).

Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að skoða vel óskilamuni sem komið verður fyrir í anddyrum skólans. Það sem ekki verður sótt eftir foreldradag verður gefið til hjálparstarfs Rauða krossins.

Eins og áður hvetjum við forráðamenn að ræða líka við aðra kennara en umsjónarkennara sem einnig verða til viðtals á foreldradeginum. Vinsamlegast hafið þá samband við deildarstjóra.

Við minnum svo á fjáröflunarkaffi nemenda og foreldra í 10. bekk vegna útskriftarferðalags þeirra næsta vor. Vinsamlegast athugið að taka með reiðufé þar sem ekki er tekið við kortum.

Að auki minnum við svo á að við förum í vetrarfrí dagana 20.-21. febrúar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla.