Nú styttist í jólin og komin tími til að færa skólann okkar í jólabúning.

Föstudaginn 1. desember er skreytingardagur í Vallaskóla. Nemendur skreyta stofuna sína í samstarfi við kennara og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Íþróttir, sund og verkgreinar verða á sínum stað en það verður föndrað og skreytt í öðrum tímum.

Mæting er samkvæmt stundatöflu á skreytingardag utan smá undantekningar. Þar sem árshátíð unglingastigs verður fimmtudagskvöldið 30. nóvember fá nemendur í 8.-10. bekk leyfi í fyrstu tveimur tímunum á föstudaginn. Þetta er áralöng hefð við skólann.

Sjá að öðru leyti tölvupóst frá umsjónarkennurum.

Gleðilegan skreytingadag og njótið jólaaðventunnar.