Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

 

Markmið Skóla á grænni grein eru að;

Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

Efla samfélagskennd innan skólans.

Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

 

Fengið af vef Skóla á grænni grein: https://graenfaninn.landvernd.is/

 

Grænfánanefnd Vallaskóla 2019-2020 skipa:

Andri Már Jónsson matreiðslumaður: Umsjónamaður

Guðbjartur Ólason, skólastjóri.

Þorvaldur H. Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri.

Óskar Arilíusson, húsvörður.

Heiðdís Þorsteinsdóttir, kennari

——————————————————————————————————————–

Grænfánanefnd Vallaskóla 2018-2019 skipa:

Guðrún Eylín Magnúsdóttir: Formaður nefndarinnar.

Ástrós Rún Sigurðardóttir: Fulltrúi skólastjórnenda.

Olga Sveinbjörnsdóttir: Námsráðgjafi.

Ingunn Guðjónsdóttir: Fulltrúi sérkennara.

Andri Már Jónsson: Matreiðslumaður.

Guðmundur Baldursson: Húsvörður.

Ingibjörg Markúsdóttir: Fulltrúi miðstigs.

Steinunn Birna Guðjónsdóttir: Fulltrúi yngsta stigs.

Stefán Ármann Þórðarson: Fulltrúi efsta stigs og Neva.

Sunna Ottósdóttir: Fulltrúi frístundaheimilis.

Gunnar Páll Pálsson: Fulltrúi foreldra og formaður foreldrafélags Vallaskóla.