Við matseðlagerð, hráefnisval, matreiðslu og framreiðslu er haft að leiðarljósi að maturinn sé hollur og næringarríkur, sé lystugur og henti börnunum. Við skipulag eru leiðbeiningar í Handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin var út af Lýðheilsustöð, hafðar til hliðsjónar í samvinnu við næringarráðgjafa.

Lögð er áhersla á fjölbreytni við matseðlagerð, að orku- og næringargildi einstakra máltíða sé hæfilegt og takmörkun á salti og harðri fitu. Fiskur er a.m.k. vikulega á matseðli og grænmeti og ávextir eru daglega í boði. Við skömmtun eru börnin hvött til að smakka á mat sem þeim er framandi með áherslu á að draga úr matvendni og einhæfni. 

Unnið eftir ráðgjöf og leiðsögn Borghildar Sigurbergsdóttur næringarfræðings.