Pöntun skólamáltíðar þarf að gera með rafrænum hætti. Rafrænt þjónustutorg er á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar og kallast Mín Árborg. Þjónustuver sveitarfélagsins veitir upplýsingar um notkun rafræns þjónustutorgs. Sími: 480 1900. Einnig er möguleiki á að senda pöntun með tölvupósti beint til skólans. Þá þarf að tiltaka fullt nafn nemenda, kennitölur þeirra og einnig fullt nafn foreldra og kennitölu þeirra. 

Sé ekki möguleiki á að senda pöntun á skólamáltíðum með rafrænum hætti skal koma henni skriflega til viðkomandi skóla.

Skráningareyðublað er tiltækt á forsíðunni undir ,,Eyðublöð“.

Við pöntun á skólamáltíðum er nauðsynlegt að tilkynna viðkomandi skóla ef um er að ræða þörf á sérfæði vegna sjúkdóma s.s. ofnæmis, sykursýki o.fl. Ef þörf er á sérfæði þarf læknisvottorð að fylgja sem staðfestir slíkt. Nemendur á Sólvöllum fá úthlutaða þriggja stafa tölu sem þeir nota til þess að fá afgreiðslu í mötuneytinu – afgreiðslan fer fram með rafrænum hætti. Þessa tölu þurfa nemendur annaðhvort að muna eða hafa með sér. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 480 5800.