Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um skólamáltíðir

Matur í boði fyrir alla nemendur
Skólamáltíðir standa öllum grunnskólanemendum, sem stunda nám í 1.–10. bekk í grunnskólum Árborgar. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Pöntun skólamáltíðar skal gerð með rafrænum hætti í gegnum Mín Árborg  sem hægt er að nálgast á Árborgarvefnum, www.arborg.is.

Fyrirkomulag mataráskrifta

Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp. Tilkynnt er  um uppsögn á áskrift á Mín Árborg. Ef barn skiptir um skóla er mataráskrift sagt upp í skóla sem hætt er í og sótt er um í nýjum skóla.

Greiðslufyrirkomulag
Uppgjör skólamáltíða fer fram mánaðarlega í gegnum heimabanka, eftirá . Upplýsingar um verð koma fram í gjaldskrá skólamáltíða, sem er að finna á Árborgarvefnum, www.arborg.is .

Ef dráttur verður á greiðslu
Hafi greiðsla fyrir skólamáltíð ekki borist á eindaga sendir sveitarfélagið greiðanda aðvörun. Hafi vanskil staðið í þrjá mánuði frá eindaga að telja fer krafan í innheimtu

Hvenær tekur umsókn ekki gildi?
Umsókn um skólamáltíð tekur ekki gildi ef foreldrar/forráðamenn eru í vanskilum vegna gjalda í frístundaheimili og/eða  vegna skólamáltíða. Séu umrædd gjöld í vanskilum í upphafi skólaárs tekur umsókn ekki gildi og nemandi á ekki rétt á skólamáltíð fyrr en krafan hefur verið greidd. Ef fólk á í greiðsluerfiðleikum er hægt að snúa sér til fjármálasviðs sveitarfélagsins til að semja um greiðslufyrirkomulag.

 

Samþykkt á 25. fundi fræðslunefndar Árborgar 9. september 2020.    Samþykkt á 25. fundi bæjarstjórnar Árborgar 16. september 2020.