Mötuneyti skólans þjónar nemendum og starfsmönnum skólans. Stórt og velbúið eldhús mötuneytisins er staðsett á Sólvöllum og eru skólamáltíðir fyrir allan skólann eldaðar þar.

Einnig eldaði starfsfólk mötuneytisins í Vallaskóla allar skólamáltíðir fyrir Barnaskólann á Eyrabakka Stokkseyri. Því var hætt skólaárið 2010-2011 þegar BES fékk sitt eigið mötuneyti á Stokkseyri.

Nemendur matast í borðsal skólans á Sólvöllum. Mötuneyti nemenda á Sólvöllum, sem er með sæti fyrir um 120 nemendur, er opið á morgnana í löngufrímínútum kl. 9:30-9:50/10.10-10.30 og í hádegishléum nemenda á tímabilinu 11.30-12.00/11.50-12.20/12:40-13:10. 

Í matsalnum eru samlokugrill og örbylgjuofnar sem nemendur hafa aðgang að.

Starfsfólk skólans er við gæslu í mötuneytinu og leggur skólinn áherslu á að nemendur hafi í heiðri almenna borðsiði og sýni prúðmannlega framkomu. Foreldrar eru beðnir um að brýna fyrir börnum sínum að ganga vel um mötuneyti og ganga skólans. Slæm umgengni getur útilokað viðkomandi nemendur frá afgreiðslu.

Nemendur þurfa að vera í áskrift að morgunhressingu og hádegismat. Gíróseðlar eru sendir til foreldra nema um heimabanka sé að ræða.

Yfirmatráður er Inga Guðlaug Jónsdóttir (senda póst).