Reglur um innritun í grunnskóla Sveitarfélagsins Árborgar 

1.gr

Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6-16 ára, er skylt að sækja grunnskóla skv. lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Skólaskyld börn sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg eiga rétt á skólavist eftir því sem nánar segir til um í reglum þessum. Það á einnig við börn sem er ráðstafað til fósturforeldra eftir nánara samkomulagi.

Frá og með hausti 2021 verða starfræktir fjórir grunnskólar í Sveitarfélaginu Árborg,

Vallaskóli, Sunnulækjarskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri og nýr grunnskóli í Björkurstykki á Selfossi sem verður stofnaður haustið 2021. Hver grunnskóli tilheyrir ákveðnu skólahverfi sem nánar er skilgreint í 2. gr. Allir nemendur sem eiga lögheimili innan skólahverfis tiltekins grunnskóla eiga sjálfkrafa rétt á skólavist í viðkomandi skóla. 

2.gr

Vallaskóli. 

Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra upptökusvæði Vallaskóla:

Öllum svæðum norðan Fossvegar (norðan Móavegar), Fossheiðar, Grashaga, Háengis, Álftarima og Langholts

Allar götur innan hverfis:

Austurmýri, Austurvegur, Álftarimi (oddatölur), Árbakki, Árbæjarvegur vestri, Ártún,

Árvegur, Bankavegur, Birkigrund, Birkivellir, Bæjartröð, Engjavegur, Eyrarbakkavegur,

Eyravegur 8-24, Fagramýri, Fagurgerði, Fossheiði 1-62, Fossnes, Fosstún, Fossvegur,

Furugrund, Grashagi 1a,1b,1c og 2,4…12, Grenigrund, Grænamörk, Grænuvellir, Hafnartún,

Háengi (sléttar tölur), Heiðarvegur, Heiðmörk, Hellismýri, Hellisskógur, Hellubakki,

Hjarðarholt, Hlaðavellir, Hrísholt, Hrísmýri, Hörðuvellir, Jaðar,  Jórutún, Kirkjuvegur,

Kringlumýri, Langamýri, Langholt, Larsenstræti, Laugardælavegur, Laxabakki, Lyngheiði,

Lækjarbakki, Mánavegur, Merkiland, Miðtún, Norðurtröð, Rauðholt, Reynivellir, Réttarholt,

Selfossbæir, Selfossvegur, Seljavegur, Sigtún, Skólavellir, Sléttuvegur, Smáratún, Sóltún, Sólvellir, Stekkholt, Suðurlandsvegur, Suðurtröð, Sunnuvegur, Tryggvagata, Tröð, Tunguvegur, Vallartröð, Vallholt, Víðivellir, Þóristún, Þórsmörk.

Sunnulækjarskóli. Hverfi Sunnulækjarskóla afmarkast af:

Háengi, Álftarima og Langholti í norðri

Starengi, Dælengi, Lágengi, Norðurhólum, Álfhólum, Dverghólum og Tröllhólum í vestri

Suðurhólum í suðri

Austurhólum í austri

Allar götur innan hverfis:

Aðaltjörn, Akraland, Álfaland, Álfhólar, Álftarimi (sléttar tölur), Ástjörn, Bakkatjörn, Baugstjörn, Bjarmaland, Dverghólar, Dælengi, Engjaland, Erlurimi, Fagrahella, Fagraland, Fífutjörn, Folaldahólar, Gauksrimi, Gráhella, Grundarland, Grundartjörn, Háengi (oddatölur), Hólatjörn, Hrafnhólar, Hraunhella, Hrauntjörn, Hulduland, Kálfhólar, Kelduland, Langholt, Lágengi, Lóurimi, Miðengi, Móhella, Móland, Mýrarland, Nauthólar, Norðurhólar, Seftjörn, Seljaland, Sílatjörn, Smáraland, Snæland, Spóarimi, Starengi, Stekkjarland, Suðurengi, Suðurhólar, Tjaldhólar, Tryggvagata (fyrir neðan Norðurhóla), Tröllhólar, Urðartjörn, Vallarland, Vörðuland, Þrastarimi.

Stekkjaskóli, nýr skóli í Björkurstykki. Hverfi nýs skóla afmarkast af:

Fossheiði og Grashaga í norðri

Kjarrmóa, Starmóa, Bleikjulæk, Eyrarlæk, Sílalæk, Þúfulæk, Urriðalæk og Laxalæk í vestri

Suðuhólum í suðri

Kjarrhólum, Grafhólum, Birkihólum, Lambhaga, Laufhaga og Reyrhaga í austri. Nemendur sem búa í hinum gamla Sandvíkurhreppi og þ.m.t. Tjarnarbyggð

Allar götur innan hverfis:

Akurhólar, Álalækur, Berghólar, Birkihólar, Bleikjulækur, Dranghólar, Eyrarbakkavegur,  Eyrarlækur, Eyravegur 46,48,50, Fífumói, Flugvöllur, Fossvegur, Gagnheiði, Grafhólar, Grashagi 3a,3b,3c,5,7,9,11,13-24, Hagalækur, Heimahagi, Hellishólar, Hraunhólar, Kerhólar, Kjarrhólar, Kjarrmói, Lambhagi, Laufhagi, Laxalækur, Lágheiði, Lyngmói, Melhólar, Móavegur, Nauthagi, Norðurhólar, Reyrhagi, Sílalækur, Starmói, Suðurhólar, Tjarnarmói, Urðarmói, Urriðalækur, Úthagi, Vesturhólar, Þúfulækur.

Haustið 2021 fara allir nemendur 1. bekkjar sem búa í þessu skólahverfi í nýja skólann. Það á einnig við nemendur í 2.-4. bekk sem búa í skólahverfi nýja skólans og eru skráðir í Sunnulækjarskóla eða Vallaskóla skólaárið 2020-2021

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri. Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra skólahverfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri:

Álfsstétt, Bakarísstígur, Búðarstígur, Dvergasteinar; Eyrargata, Háeyrarvegur, Háeyrarvellir, Hjalladæl, Hjallavegur, Hulduhóll, Merkisteinsvellir, Mundakot, Nesbrú, Ólafsvellir, Sólvellir Eyrabakka, Túngata, Þykkvaflöt, Blómsturvellir, Bæir við Stokkseyri, Eyjasel, Eyrarbraut, Hafnargata, Hásteinsvegur, Heiðarbrún, Íragerði, Sandgerði, Stjörnusteinar, Stokkseyri, stök hús, Strandgata, Tjarnarstígur og bæir í fyrrum Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppi.

3.gr.

Heimilt er að veita undanþágu frá reglum þessum sem hér segir:

a)
Heimilt er að veita nemanda skólavist í grunnskóla utan þess skólahverfis sem hann á lögheimili í. Umsókn, á þar til gerðu umsóknareyðublaðinu beiðni um flutning milli grunnskóla, sem er á arborg.is, skal beint til skólaþjónustu í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi. Afgreiðsla umsókna er í samræmi við reglur þessar

b)
Ef nemandi flytur lögheimili milli skólahverfa er ekki gerð krafa um að hann flytji í annan skóla.

4.gr

Synja skal beiðni samkvæmt a í 3. gr.:

a)
Þegar sýnt er að að nægilegt húsrými er ekki til staðar fyrir fleiri nemendur en þá sem eiga sjálfkrafa skólavist

b)
Þegar sýnt er að flutningur nemenda á milli skóla leiði til fjölgunar hópa/bekkja í viðkomandi árgangi

5.gr

Reglur þessar skal endurskoða eigi síðar en í febrúar ár hvert. Reglur þessar öðlast þegar gildi við staðfestingu bæjarstjórnar Árborgar.  

Reglur þessar eru settar með vísan í  18. gr. grunnskólalaga, nr. 91/2008. 

 

Samþykkt í fræðslunefnd 9. september 2020.
Samþykkt í bæjarstjórn Árborgar 16. september  2020.