Stundvísi
Stundvísi er mikilsverður og gagnlegur eiginleiki, sem nauðsynlegt er að ástunda og rækta í skóla ekki síður en annarsstaðar í samfélaginu.  Hvarvetna þar sem störf eru unnin er ætlast til stundvísi af starfsfólki. Stundvísi er því einn þeirra grunnþátta sem börnum og unglingum er kenndur í uppvexti þeirra. 

Markmið
Markmið með skólasóknarkerfinu er að vera nemendum hvatning til að leggja rækt við ástundun, reglusemi og stundvísi.

Nemendur eiga að mæta stundvíslega í skólann samkvæmt stundaskrá nema veikindi eða leyfi komi til. Veikindi skulu forráðamenn eða aðstandendur tilkynna samdægurs og síðan daglega á skrifstofu skólans í síma 480 5800.

Ástundunareinkunn
Nemendur í 6. – 10. bekk byrja með skólasóknareinkunnina 10 við upphaf skólaárs. Óheimilar fjarvistir, óstundvísi, brottvísun úr tíma og vöntun á námsgögnum gefa ákveðinn fjölda punkta sem segir til um skólasóknareinkunn við lok skólaárs. Skólasóknareinkunn miðast við skólaárið í heild sinni og er einkunnastaðan gefin nemanda í lok hverrar annar.

a.   Fjarvist: Óheimil fjarvist nemanda í tíma gefur 3 punkta.

b.   Seint: Komi nemandi til kennslustofu á eftir kennara telst hann seinn og fær 1 punkt.

c.   Skróp: Komi nemandi 15 mínútum of seint fær nemandinn skróp og 2 punkta.

d.   Brottvísun: Skapist það ástand  að fjarlægja þurfi nemanda úr kennslustund fær hann 4 punkta.

e.   Námsgögn vantar: Mæti nemandi án námsgagna fær hann 1 punkt.

Tafla yfir punkta og einkunnir
Ef nemandi er uppvís af einhverjum ofangreindra liða, þá safnar hann punktum, sem lækka skólasóknareinkunn hans eins og hér segir:

Punktar

Einkunn

Viðbrögð

0 – 5

10 

Umbun fyrir góða mætingu.

6  – 10 

9,5

 

11 – 15

9

 

16 – 20 

8,5

 

21 – 25

8

Umsjónarkennari hringir heim og leitar skýringa.

26 – 30

7,5

 

31 – 35

7,0

 

36 – 40

6,5

 

41 – 45

6,0

Umsjónarkennari boðar foreldra á fund með sér í skóla.

46 – 50

5,5

 

51 – 55

5,0

 

56 – 60

4,5

 

61 – 65  

4,0

Umsjónarkennari boðar foreldra á fund með skólastjórnanda.

66 – 70 

3,5

 

71 – 75

3,0

 

76 – 80

2,5

 

81 – 85

2,0

 

86 – 90 

1,5

 

91 og yfir 

1,0

Mál viðkomandi nemanda tilkynnt barnavernd.

                                 

Skráning, eftirlit og viðbrögð
Öllum forráðamönnum nemenda í 6. – 10. bekk skal sent vikulega í tölvupósti (eða öðrum pósti) yfirlit yfir mætingar nemandans og skólasóknareinkunn hans.

Ef nemandi er uppvís að fjarvist, að koma of seint, að skrópa, honum hafi verið vísað úr kennslustund eða hann ekki mætt með námsgögnin, skráir kennari það samstundis í Mentor. Ef nemanda vantar í upphafi kennslustundar skal kennari hringja í ritara úr stofu sinni og grennslast fyrir um stöðu mála. Ritari hefur síðan eins fljótt og auðið er samband við foreldra ef ekki liggja fyrir eðlilegar skýringar á fjarveru nemandans.

Umsjónarkennari fylgist með ástundun nemenda sinna og hefur samskipti við foreldra ef þörf krefur.

Ef nemandi fer niður í 1,00 í skólasóknareinkunn og mál nemandans er komið á borð annarra en umsjónarkennara, skal umsjónarkennari engu að síður halda utan um skráningu mætinga og tilkynna foreldrum vikulega hver staðan er.

Betrun
Nemandi getur einu sinni á hverri önn, eða alls þrisvar sinnum á hverju skólaári, sótt um að hækka skólasóknareinkunn sína. Nemandi og foreldri sækja um slíkt til umsjónarkennara. Gerður er skriflegur samningur í viðtalstíma umsjónarkennara milli nemanda, foreldra og umsjónarkennara. Notað er skjalið: Samningur um hækkun á skólasóknareinkunn.

Í hvert sinn sem sótt er um getur nemandi mest hækkað einkunn sína um 2 heila. Fyrir hverja viku sem skólasóknareinkunn er í lagi hækkar einkunn um 0,5. Við fyrsta brot fellur samningurinn úr gildi. Falli samningur úr gildi heldur nemandinn þeirri einkunn sem hann hafði áunnið sér.

Umbun
Um hver annaskipti er gefin ástundunareinkunn. Að fá 10,00 í ástundunareinkunn er umbun útaf fyrir sig og mikilvægt er að gera nemendum grein fyrir hversu þýðingarmikil skólasóknareinkunnin er.

Í upphafi hvers skólaárs skipuleggja umsjónarkennarar í hverjum árgangi einhverja umbun á hverri önn fyrir þá sem hafa skólasóknareinkunnina 10.