Óveður – ófærð
Í óveðri eða mikilli ófærð verða foreldrar sjálfir að meta aðstæður og ákveða hvort nemendur verði sendir í skólann. Nauðsynlegt er að tilkynna til skólans ef nemendur eru hafðir heima vegna veðurs. Skólinn er þó alltaf opinn nema almannavarnir ákveði annað. Þeir nemendur sem í skólann koma eru í umsjón starfsmanna.

Í lok skóladags verður heimför nemenda hagað í samráði við foreldra ef óveðri hefur ekki slotað.

Rýming skólahúsnæðis
Í öllum kennslustofum skólans er að finna teikningar af skólanum þar sem sýndar eru útgönguleiðir ef yfirgefa þarf skólahúsnæði í skyndi. Um er að ræða að fara um stofudyr og eftir göngum út á skólalóð eða út um opnanlega glugga í kennslustofu.

Viðbrögð við hamförum:

  1. Kennari/starfsmaður róar hópinn, athugar og velur útgönguleið í samræmi við aðstæður.
  2. Nemendur gangi í röð út og troðist ekki. Kennari hefur með sér nafnalista og beinir nemendum á þann stað sem ætlaður er viðkomandi stofu.
  3. Kennari sameinast hópnum og tekur manntal.
  4. Hópurinn bíður nánari fyrirmæla.

Í reyk getur verið nauðsynlegt að skríða eftir gólfum. Á brunaæfingum skal nota neyðarútganga til að þjálfa notkun þeirra og til að ganga úr skugga um að þeir séu í lagi. Ekki skal eyða tíma í að fara í skó og yfirhafnir, né taka annað með sér.

Boð um rýmingu = Síhringing skólabjöllu 

Slys:
Slasist eða meiðist nemandi í skólanum er séð til þess að hann fái viðeigandi fyrstu hjálp. Að öðru leyti þurfa foreldrar að sjá um læknisþjónustu ef þörf er á. Hjúkrunarfræðingar frá Heilsugæslu eru aðeins í hlutastarfi í skólanum og því ekki við alla daga. Bent skal á að Sveitarfélagið Árborg slysatryggir nemendur hjá VÍS og skilmálana má nálgast á skrifstofu skólans.

 
Inflúensa:

Viðbrögð við öskufalli:
Komi til öskufalls verður lögð áhersla á að sem minnst truflun verði á skólahaldi en að sjálfsögðu verður þá haft náið samráð við Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld. Í því sambandi áréttar fræðslunefnd eftirfarandi:
  • Verði öskufalls vart á skólatíma: – börnum haldið inni í frímínútum – foreldrar beðnir um að sækja börn sín í lok skóladags.
  • Verkefnisstjóri fræðslumála/fræðslustjóri sækir upplýsingar til þess til bærra aðila um hvort útivera barna sé heilsuspillandi og tekur ákvörðun um frekara skólahald.
  • Ef Almannavarnir hafa ráðlagt fólki að halda sig inni við verður skólahald fellt niður.

Komi til öskufalls er foreldrum leik- og grunnskólabarna bent á að fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum.

Til viðbótar framangreindu er bent á leiðbeiningar frá Almannavarnarnefnd Árnessýslu á heimsíðu Árborgar.