Þegar nýr nemandi er skráður í skólann hafa deildarstjórar samband við væntanlega umsjónarkennara.
  
Umsjónarkennari hefur síðan samband við forráðamenn og fær upplýsingar um nemandann og býður nemanda ásamt foreldrum upp á heimsókn í skólann.  

Starfsmenn Vallaskóla kalla síðan eftir nemendaspjaldi og öðrum upplýsingum um nemandann frá gamla skólanum. Er það gert í samráði við forráðamenn.