Ljósmynd: Vallaskóli
Síðdegis að vetri. Horft að aðalinnganginum á Sólvöllum.

 

Forvarnastefna Sveitarfélagsins Árborgar

Aðgerðaráætlun 2010-2013


Fróðleikskorn

Fróðleikur um koffeinBörn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og getur neysla þess valdið ýmsum breytingum á hegðun þeirra, s.s. svefnerfiðleikum, óróleika, pirringi og kvíða ásamt áðurnefndum áhrifum. Þess má líka geta að koffín er vanabindandi efni og því ekki æskilegt að börn og unglingar venjist neyslu drykkja sem innihalda koffín.

Fróðleikur um ljósabekkiAf heimasíðu Lýðheilsustöðvar.

Fróðleikur um hollustu og hreyfingu6H heilsunnar. Lýðheilsustöð.

Fróðleikur um InternetiðBæklingur frá SAFT sem fjallar um netheilræðin 10.

Fróðleikur um gott nestiBæklingur um hollt og gott nesti frá Vallaskóla.

Fróðleikur um kynsjúkdómaHeimasíða Landlæknisembættisins.


Skýrslur:

Forvarnadagurinn 2010 – niðurstöður/skýrsla:

Forvarnadagurinn 2009 – niðurstöður/skýrsla:  Í þessari skýrslu eru viðhorf ungmenna í 9. bekk rakin. Þau eru mikilvæg í ljósi þess að áratugalangar rannsóknir íslensks félagsvísindafólks hafa sýnt að því meiri tíma sem ungmenni verja með foreldrum sínum, þeim mun minni líkur eru á að þeir hefji neyslu áfengis og fíkniefna á unglingsárunum. Hið sama á við um þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Rannsóknir sýna einnig fram á að því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra sé að þau ánetjist fíkniefnum.

Rannsóknin Ungt fólk 8.-10. bekkurGerð árið 2009. Fjallar um menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna á Íslandi.

Rannsóknin Ungt fólk 5.-7. bekkurGerð árið 2009. Fjallar um hagi og líðan barna á Íslandi, íþrótta- og tómstundaiðju, nám og skóla, samband við fjölskyldu og vini, lestur, miðla og tækjaeign.

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007  Um skýrsluna – tilvitnanir í inngang og lokaorð. ,,Árið 1995 tóku 26 lönd þátt í fyrstu umferð samanburðarrannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). Frá þeim tíma hefur ESPAD rannsóknin farið fram á fjögurra ára fresti með þátttöku sívaxandi fjölda Evrópulanda. Fjórða umferð ESPAD fór fram árið 2007 og voru þátttökulöndin þá 35, auk þess sem fimm ný þátttökulönd lögðu ESPAD listann fyrir árið 2008 (Hibell et al., 2009). Hér er um að ræða langstærsta rannsóknarverkefni samtímans á vímuefnaneyslu og öðrum þáttum í lífi unglinga hvað varðar fjölda landa sem taka þátt, fjölda nemenda í hverri umferð og lengd þess tímabils sem verkefnið nær til. Ýmsar lykilmælingar ESPAD eru jafnframt sambærilegar við bandarísku rannsóknina Monitoring the Future (Johnston, 2003) og SIDUC verkefnið í Mið- og Suður-Ameríku (Hasbun, 2003).

[…] Þótt lítil og minnkandi vímuefnaneysla íslenskra unglinga séu góðar fréttir fyrir þá sem láta sig velferð þeirra varða er rétt að hafa í huga að þeir íslensku unglingar sem á annað borð neyta áfengis virðast lenda í fleiri og fjölbreyttari vandamálum en jafnaldrar þeirra annars staðar í Evrópu. Mikilvægt er að hugað verði nánar að vandamálum þessa hóps íslenskra unglinga í framtíðinni.“


Heimasíður:

Lýðheilsustöð       
SAFT      
Forvarnir.is      
Rauði krossinn      
Unglingavefur doktor.is       
Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir