Skólaþing

Kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla

Fimmtudaginn 31. maí nk., kl.19:30, blásum við til skólaþings vegna komandi skólaárs þar sem farið verður yfir breytingar á efsta stigi í Vallaskóla. Þingið er haldið í austurrýminu á Sólvöllum. Gengið er inn Engjavegsmegin.

Kynnt verður breytt fyrirkomulag náms og kennslu á efsta stigi og farið yfir niðurstöður skólaþings hjá nemendum í 8. og 9. bekk sem haldið var í gær, fimmtudaginn 24. maí. Síðan verða umræður og gefinn kostur á að koma athugsemdum á framfæri. Skólaþing nemenda snérist um sama málefni og skólaþing forráðamanna nk. fimmtudag. Voru nemendur beðnir um að ræða sín á milli styrkleika og veikleika breytinganna. Að sama skapi hvaða tækifæri þau sjá í nýju skipulagi og hvar skóinn gæti hugsanlega kreppt.

Vonumst til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn á þinginu í næstu viku.

Með kveðju frá skólastjórnendum og kennurum efsta stigs.