Skólaslit Vallaskóla í 10. bekk miðvikudaginn 6. júní 2018

Dagskrá skólaslita í 10. bekk hófst að venju með ávarpi skólastjóra Vallaskóla, Þorvalds H. Gunnarssonar. Kvaddi hann einnig starfsfólk sem var að láta af störfum í Vallaskóla; þær Ástu Jónsdóttur stuðningsfulltrúa, Gunnhildi Stellu Pálmarsdóttur, kennara, Mundu Aagestad kennara og Svanfríði K. Guðmundsdóttur kennara. Ennfremur voru þau Sigrún Sigurðardóttir, kennari, og Einar Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri, kvödd en þau gátu því miður ekki verið viðstödd athöfnina. Dagskrárstjórn var í umsjón Sigurborgar Kjartansdóttur, aðstoðarskólastjóra, ásamt Guðmundi Sigmarssyni, deildarstjóra efsta stigs.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Gunnhildur S. Pálmarsdóttir.
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Munda K. Aagestad.
Mynd: Vallaskóli 2018 (GDS). Ásta Jónsdóttir.
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Svanfríður K. Guðmundsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). 10. SAG ásamt Sigríði Önnu umsjónarkennara.
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). 10. KH.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessu sextánda starfsári skólans var 51 nemandi útskrifaður úr 10. bekk, þar af fjórir um síðustu áramót og fjórir nemendur úr 9. bekk. 

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Embla Dís.
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Helga Sigurðard.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni, þær Embla Dís Gunnarsdóttir og Helga Sigurðardóttir, lásu upp ljóð, en þær eru nemendur í 7. bekk – kveðja yngri nemenda til þeirra sem voru að útskrifast.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Ágúst Máni.

 

 

 

 

Ágúst Máni Þorsteinsson spilaði lag úr West Side Story ,,Maria“ á trompet, lag eftir Leonard Bernstein. Með Ágústi spilaði Jóhann I. Stefánsson, kennari í Tónlistarskóla Árnesinga, á píanó. Símon Thór Einarsson Vijn spilaði ,,Imperial March, á píanó en lagið er eftir John Williams.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Kristjana Hallgrímsdóttir.
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS). Lovísa Þórey.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristjana Hallgrímsdóttir og Sigríður Anna Guðjónsdóttir kvöddu umsjónarnemendur sína með ávarpi og Lovísa Þórey Björgvinsdóttir flutti ávarp formanns Nemendafélags Vallaskóla.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS).

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur sem fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í námi voru: Haukur Þór Ólafsson, Egill Ingi Þórarinsson, Ágúst Máni Þorsteinsson, Sigrún Stefánsdóttir, Íris Gunnarsdóttir, Sigríður María Jónsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Anna Lind Aðalsteinsdóttir, Simon Thor Einarsson Vijn, Lovísa Þórey Björgvinsdóttir, Tryggvi Þórisson og Þórhildur Nilam Kristjánsdóttir

Viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur við lok grunnskóla hlaut Ágúst Máni Þorsteinsson. 

Nemendur sem útskrifuðust um síðustu áramót og fengu þá viðurkenningar voru þær Anna Linda Sigurðardóttir, Íris Ragnarsdóttir, Matthildur Vigfúsdóttir og Sara Lind A Van Kasteren.

Sérstaka viðurkenningu hlutu á athöfninni þeir nemendur sem voru að útskrifast við lok 9. bekkjar, þær Emilía sól Guðmundsdóttir Öfjörð, Guðný Von Jóhannesdóttir, Lýdía Líf Aronsdóttir og María Ísabella Snorradóttir. 

Að lokum söng Íris Arna Elvarsdóttir kveðjulag og skólastjóri sleit því næst sextánda starfsári Vallaskóla. Glæsilegt kaffisamsæti var í boði fjölskyldna útskriftarnemenda.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS).
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS).
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS).
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS).
Mynd: Vallaskóli 2018 (GHS).