Skólasetning skólaárið 2018-2019

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir miðvikudaginn 22. ágúst 2018.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.

 

Vallaskóli

 Skólasetning fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla.

Kl. 10:00  Nemendur í 2.−5. bekk,  f. 2008−2011.

Kl. 11:00  Nemendur í 6.−10. bekk,  f. 2003−2007.

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í íþróttasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

Nemendur í 1. bekk (f. 2012) og forráðamenn þeirra eru boðaðir sérstaklega í viðtöl eins og þegar hefur verið tilkynnt.

 

 Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

 Kl. 09:00    Skólasetning 1.–6. bekkjar, f. 2007−2012,  á Stokkseyri.

 Kl. 11:00    Skólasetning 7.–10. bekkjar, f. 2003‒2006, á Eyrarbakka.

Skólabíllinn fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 8:45 og frá skólanum á Stokkseyri kl. 10:45 fyrir þá sem þurfa.

 

Sunnulækjarskóli

Kl. 09:00  Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2009 – 2012.

Kl. 10:00 Nemendur í 5. – 7. bekk, f. 2006 – 2008.

Kl. 11:00  Nemendur í 8.−10. bekk, f. 2003–2005.

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag.  

Skólastjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Vallaskóla og Sunnulækjarskóla.