Nemendur í 1.-4. bekk komu yfir á Sólvelli til að skoða aðstæður áður en flutningurinn úr Sandvík brestur á.
Aðstoðarskólastjóri, Einar Guðmundsson, tók á móti nemendunum, kennurum þeirra og stuðningsfulltrúum og sýndi þeim húsnæðið en starfsemi Sandvíkur flytur alfarið áður en skólaárið 2011-2012 hefur göngu sína.

Auðvitað verður eftirsjá af Sandvík en nemendur voru samt spenntir og fullir eftirvæntingar, greinilega tilbúnir að byrja á nýjum stað næsta skólaár.